Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra tekur þátt í ráðherraráðstefnu á vegum Evrópuráðsins

Á ráðstefnunni verður sérstaklega rætt um hlutverk menntunar við að styrkja lýðræði
Yfirskrift ráðherraráðstefnunnar er á enskuSecuring democracy through education” - The development of a Reference Framework of Competences for Democratic Culture (Að styrkja lýðræði með menntun – þróun hæfnisviðmiða fyrir lýðræðismenningu). Ráðstefnan hófst í dag og lýkur á morgun, 12. apríl.

Yfirskriftin lýsir meginumræðuefni ráðstefnunnar en að auki verður rætt um árangur af gildandi menntastefnum, námskrám og menntun í lýðræðismenningu og borgaravitund, einkum með tilliti til þess að berjast gegn ofbeldisfullum öfgastefnum og hryðjuverkastarfsemi.

Gert er ráð fyrir um 200 þátttakendum frá 50 ríkjum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum