Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthutun úr safnasjóði 2016

Styrkjum var úthlutað til 93 verkefna, samtals að fjárhæð108,4 millj. kr.
11-Menningarstefna-ath

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 millj. kr. Af þeirri upphæð renna 78,8 millj. kr. til einstakra verkefna en tæpar 30 millj. kr. í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki fyrir 152 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna og að fjárhæð frá 140.000 kr. upp í 2,9 millj.kr. Hér að neðan er listi  yfir úthlutanir úr sjóðnum í ár.

Nýr framkvæmdastjóri Safnaráðs

Nýr framkvæmdastjóri Safnaráðs er Þóra Björk Ólafsdóttir og hún hóf störf um síðustu áramót.

Þóra Björk er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur á fjármála- og þjónustusviði hjá Þjóðminjasafni Íslands og leyst af sem sviðstjóri þar, hjá Náttúruminjasafni Íslands, auk þess að hafa unnið að verkefnum fyrir safnaráð. 

Alls sóttu 27 um stöðuna og var ráðningaferlið í höndum valnefndar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og safnaráðs.

Úthlutun úr Safnasjóði 2016

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum