Forsíðugreinar

Umsækjendur um embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík

9.3.2017

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara  rann út föstudaginn 3. mars sl. og ráðuneytinu bárust fjórar umsóknir um stöðuna

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík rann út föstudaginn 3. mars sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust umsóknir um stöðuna frá fjórum konum. Umsækjendur eru:

Anna Greta Ólafsdóttir, skólastjóri
Ásdís Sigurðardóttir, umsjónarmaður og verkefnastjóri
Eyrún Ýr Tryggvadóttir, forstöðumaður
Gerður Ólína Steinþórsdóttir, umsjónarkennari

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst 2017, sbr. 12. gr. laga nr. 80/2012 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996Til baka Senda grein