Hoppa yfir valmynd
22. desember 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breytt námsskipan til stúdentsprófs

Að undanförnu hefur staðið yfir í menntamálaráðuneytinu vinna við undirbúning að breyttri námsskipan til stúdentsprófs.

Að undanförnu hefur staðið yfir í menntamálaráðuneytinu vinna við undirbúning að breyttri námsskipan til stúdentsprófs. Til þess að hafa umsjón með verkinu var skipuð verkefnisstjórn í ráðuneytinu og ráðgjafarnefnd frá aðilum utan ráðuneytisins. Í ársbyrjun var hafin vinna við endurskoðun aðalnámskráa bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar var lögð mikil áhersla á samfellu í skólastarfi og unnu sömu starfshóparnir námskrártillögur bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Í öllum hópunum störfuðu grunn- og framhaldsskólakennarar saman og í mörgum þeirra voru einnig aðilar frá háskólastiginu.

Vonast er til að með þessu móti verði meiri samfella í námsefni og kennsluháttum milli skólastiga en verið hefur. Starfshóparnir sem skipaðir voru í janúar 2005 skiluðu tillögum sínum til ráðuneytisins í ágúst 2005 og nú liggja fyrir drög að námskrám bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Námskrárdrögin sem nú eru birt á vefsíðunni „namsskipan.is" hafa verið yfirfarin í ráðuneytinu eftir að starfshóparnir luku starfi sínu og eru lögð fram sem drög til kynningar og athugasemda. Vonast er eftir því að kennarar og aðrir sem láta sig skólastarf varða sendi athugasemdir og ábendingar varðandi námskrárnar til ráðuneytisins fyrir 28. janúar 2006. Athugasemdir og ábendingar má senda skriflega til ráðuneytisins eða á netfangið [email protected].



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum