Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nefnd um eflingu starfsnáms

Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem falið er að skoða leiðir til eflingar starfsnámi.

Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem falið er að skoða leiðir til eflingar starfsnámi. Nefndinni er ætlað að kanna hvernig stuðla megi að aukinni aðsókn í starfsnám, einfalda skipulag þess og tryggja fjölbreytt framboð náms. Þá á nefndin að kanna möguleika á auknum sveigjanleika í starfsnámi, samfellu og tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig.

Nefndinni er falið að endurskoða IX. kafla framhaldsskólalaga er fjallar um starfsnám og gera tillögur um eflingu starfsnáms til framtíðar. Hún á að meta hvort þörf sé á endurskoðun á skipulagi starfsnáms, m.a. hlutverki, skipulagi og starfsemi starfsgreinaráða og samstarfsnefndar um starfsnám á framhaldsskólastigi.

Í nefndinni sitja:

Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, formaður, án tilnefningar,

Aðalheiður Steingrímsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands,

Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, án tilnefningar,

Emil B. Karlsson, verkefnisstjóri, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins,

Hjálmar Árnason, alþingismaður, án tilnefningar,

Ingi Bogi Bogason, sviðsstjóri, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins,

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, tilnefnd af Félagi íslenskra framhaldsskóla,

Stefán Ó. Guðmundsson, fræðslufulltrúi, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum