Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræna skólahlaupið 2005

Nemendur lögðu að baki vegalengd sem samtals samsvarar hlaupi 29 sinnum hringinn í kringum landið.

Fréttatilkynning frá Norrænu skólaíþróttanefndinni
Norræna skólahlaupið 2005

Nemendur lögðu að baki vegalengd sem samtals samsvarar hlaupi 29 sinnum hringinn í kringum landið.

Norræna skólahlaupið fór fram í 21. sinn hér á landi á tímabilinu 15. september 2005 - 1. febrúar 2006. Alls hlupu 9.625 nemendur úr 46 grunn- og framhaldsskólum og lögðu samtals að baki 39.893 km.   Til samanburðar má geta þess að þessi vegalengd sem nemendurnir hlupu samsvarar því að hlaupið hafi verið 29 sinnum kringum landið á hringveginum.

Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skólanna til þess að æfa hlaup og auka við hreyfingu sína. Lögð er áhersla á að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn á ýmsan hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Keppt er að því fyrst og fremst að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla. Að þessu sinni hlupu allir nemendur fimm skóla.

Allir þátttakendur fengu sérstaka viðurkenningu og skólarnir hver fyrir sig viðurkenningarskjal sem Íslenskur mjólkuriðnaður veitti. Umsjón með norræna skólahlaupinu hefur íþrótta- og æskulýðsdeild menntamálaráðuneytis í samvinnu við Íþróttakennarafélag Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum