Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti forstöðumanns Listasafns Íslands

Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns Listasafns Íslands rann út mánudaginn 27. nóvember sl. Menntamálaráðuneyti bárust átta umsóknir um stöðuna.

Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns Listasafns Íslands rann út mánudaginn 27. nóvember sl. Menntamálaráðuneyti bárust átta umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur,
Birna Kristjánsdóttir, myndlistarmaður,
Einar Hákonarson, myndlistarmaður,
Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður,
Dr. Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur,
Hanna Guðrún Styrmisdóttir, sýningastjóri,
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri og
Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri.

Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. mars 2007, að fenginni umsögn safnráðs, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um Listasafn Íslands, nr. 58/1988.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum