Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til leiklistarstarfsemi 2007 – atvinnuleikhópar

Menntamálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnuleikhópa árið 2007 sem hér segir:

Menntamálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnuleikhópa árið 2007 sem hér segir:

Brilljantín / Halldóra Malin Pétursdóttir o.fl., 800 þús. kr. til uppsetningar á leikverkinu Power of Love eftir Halldóru Malin Pétursdóttur.

Kómedíuleikhúsið / Elfar Logi Hannesson o.fl., 900 þús. kr. vegna leiklistarhátíðarinnar Act alone sem er helguð einleikjum.

Möguleikhúsið / Pétur Eggerz o.fl., 4 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu Í gær og á morgun eftir Svein Einarsson.

Nútímadanshátíð í Reykjavík / Ólöf Ingólfsdóttir o.fl., 4 millj. kr. vegna nútímadanshátíðar í Reykjavík.

Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur / Halla Margrét Jóhannesdóttir o.fl., 5,6 millj. kr. vegna verkefnisins Draugaskipið.

Draumasmiðjan / Margrét Pétursdóttir o.fl., 4,5 millj. kr. til uppsetningar á leikverkinu Óþelló, Desdemóna og Jagó

Sokkabandið / Elma Lísa Gunnarsdóttir o.fl., 5,2 millj. kr. uppsetningar á nútímasöngleiknum Hér og nú.

Stoppleikhópurinn / Eggert Kaaber o.fl., 2,4 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu Hvar er tindurinn eftir Þorvald Þorsteinsson.

Artbox/Evrópa kvikmyndir / Rakel Garðarsdóttir o.fl., 7 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu Faust.

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi.

Alls bárust 3 umsóknir um samstarfssamninga og sóttu 38 aðilar um styrki til 69 verkefna. Á fjárlögum 2007 eru 51,1 millj. kr. til atvinnuleikhópa. Til annarra atvinnuleikhópa en Hafnarfjarðarleikhússins komu nú til úthlutunar samtals 34,4 millj. kr. Í leiklistarráði eru Björn G. Björnsson, formaður, skipaður án tilnefningar, Hilde Helgason, tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorkelsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. Starfslaun til leikhúslistamanna lúta ákvörðun stjórnar listamannalauna og verða kunngerð í byrjun febrúar nk.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum