Hoppa yfir valmynd
1. mars 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Opnun ráðstefnu á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í tilefni af opnun Alþjóða heimskautaársins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti í gær ávarp við opnun ráðstefnu á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn.
Opnun ráðstefnu á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn
Menntamálaráðherra og Friðrik krónprins Danmerkur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti í dag ávarp við opnun ráðstefnu á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn sem haldin var sameiginlega af stjórnvöldum á Íslandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi í tilefni af opnun Alþjóða heimskautaársins (IPY).

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, var fundarstjóri á ráðstefnunni og Friðrik, krónprins Danmerkur, var viðstaddur opnunina en hann er sérstakur verndari Alþjóða heimskautaársins í Danmörku og Grænlandi.

Auk íslenska menntamálaráðherrans fluttu ávörp Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur, Jógvan á Lækjuni, menntamálaráðherra Færeyja og Tommy Marø,sem fer með mennta- og vísindamál í grænlensku landsstjórninni, auk fjölda norrænna vísindamanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum