Hoppa yfir valmynd
26. mars 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skrifað undir samning um útvarpsþjónustu í almannaþágu

23. mars skrifuðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri undir samning um útvarpsþjónustu í almannaþágu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri skrifuðu undir samning um útvarpsþjónustu í almannaþágu þann 23. mars sl. Mun samningurinn ásamt viðaukum taka gildi þann 1. apríl n.k. þegar nýsamþykkt lög um Ríkisútvarpið ohf. taka jafnframt gildi. Markmið samningsins er að lýsa nánar tilgangi og hlutverki Ríkisútvarpsins og þeim kröfum sem gerðar eru til félagsins á grundvelli laganna. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og í samningnum er útvarpsþjónusta í almannaþágu ítarlega skilgreind og afmörkuð frá annarri starfsemi á fjölmiðla- og samkeppnismarkaði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum