Hoppa yfir valmynd
12. september 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun Þjóðleikhúsráðs 2007- 2011

Menntamálaráðherra hefur skipað Þjóðleikhúsráð, skipunin gildir frá 15. september 2007 til 14. september 2011.

Menntamálaráðherra hefur skipað Þjóðleikhúsráð, skipunin gildir frá 15. september 2007 til 14. september 2011.

Samkvæmt leiklistarlögum er Þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum. Félag íslenskra leikara tilnefnir einn fulltrúa og Félag leikstjóra á Íslandi annan en þrír eru skipaðir án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi ráðsmanna. Ráðið er skipað til fjögurra ára í senn, þó þannig að starfstími þeirra fulltrúa sem skipaðir eru án tilnefningar takmarkast við embættistíma ráðherrans sitji hann skemur.

Þjóðleikhúsráð er þannig skipað:

Ingimundur Sigfússon, formaður, skipaður án tilnefningar,

Halldór Guðmundsson, varaformaður, skipaður án tilnefningar,

Kolbrún Halldórsdóttir, skipuð án tilnefningar,

Randver Þorláksson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,

Ásdís Skúladóttir, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Varamenn eru:

Ólafur Þ. Stephensen, skipaður án tilnefningar,

Helga Vala Helgadóttir, skipuð án tilnefningar,

Andri Snær Magnason, skipaður án tilnefningar,

Edda Arnljótsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra leikara,

Brynja Benediktsdóttir, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum