Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagskrá menntamálaráðherra á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2007

Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að menntamálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu.

Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að menntamálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu. Hátíðardagskrá og afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls er einnig haldin í því sveitarfélagi. Síðustu tvö ár hefur menntamálaráðherra heimsótt Reykjanesbæ og Kópavog og nú í ár verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Reykjavík. Ráðherra mun heimsækja skóla, opna vef um lestrarerfiðleika ásamt því að opna formlega vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og taka þátt í íslenskuhátíð í Háskóla Íslands.

Eftirfarandi dagskrá menntamálaráðherra 16. nóvember er send fjölmiðlum til upplýsingar:

Heimsóknir í Reykjavík:

  • 08:15 Leikskólinn Ægisborg, Ægissíðu 104
  • 13:00 Árbæjarskóli, dagskrá nemenda á degi íslenskrar tungu
  • 14:00 Ráðherra opnar formlega vef um lestrarerfiðleika í Árbæjarskóla


  • 15:00 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Neshaga 16
  • 15:50 Ráðherra opnar formlega vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu
  • 16:00 Háskóli Íslands, Árnagarði við Suðurgötu. Íslenskuhátíð á degi íslenskrar tungu
  • 19:30 Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu. Ráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

 

Nánari upplýsingar um dagskrá dagsins má lesa á vefsíðu dags íslenskrar tungu




 Viðburðir undir merkjum dags íslenskrar tungu 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum