Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjöldi prófaðra nemenda

Menntamálaráðuneytið vill í tilefni af frétt í Fréttablaðinu í dag upplýsa að það hefur haft til skoðunar skil fimm framhaldsskóla á upplýsingum um fjölda nemenda sem lokið hafa prófum í nánar tilgreindum námsgreinum á árunum 2005 og 2006.

Menntamálaráðuneytið vill í tilefni af frétt í Fréttablaðinu í dag upplýsa að það hefur haft til skoðunar skil Iðnskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Flensborgarskólans í Hafnarfirði, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans í Kópavogi, á upplýsingum um fjölda nemenda sem lokið hafa prófum í nánar tilgreindum námsgreinum á árunum 2005 og 2006. Ráðuneytinu hafa í liðinni viku borist athugasemdir frá skólameisturum skólanna í tilefni af greinargerð sem þeim var send af ráðuneytinu.

Er málið nú til athugunar í ráðuneytinu og mun það að svo stöddu ekki tjá sig frekar um efni þess eða málsmeðferð.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum