Hoppa yfir valmynd
17. september 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Göngum í skólann 2008

Í ár tekur Ísland þátt í annað skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í Skólann. Með hliðsjón af veður- og birtuskilyrðum fer göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi nú í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 8. október.
Göngum í skólann 2008
gongum-i-skolann

Í ár tekur Ísland þátt í annað skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í Skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og var metþáttaka í fyrra þar sem milljónir skólabarna frá 42 löndum tóku þátt. Á alþjóðavísu er göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn í ár er 8. október. Hægt er að velja hvort tekið er þátt í Göngum í skólan deginum, mánuðinum eða hluta úr mánuði. Með hliðsjón af veður- og birtuskilyrðum fer göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi nú í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 8. október.

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Menntamálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðastofa (ásamt móður- og leiðtogaskólum í umferðafræðslu) og Landssamtökin Heimili og skóli.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér að leiða verkefnið með góðri aðstoð annarra aðstandenda þess, en Lýðheilsustöð var aðal hvatamaður að verkefninu. Í ár var bent sérstaklega á verkefni Iðjuþjálfarafélags Íslands sem fram fer í september. Iðjuþjálfarar bjóða skólum víða um land að koma til þeirra og leiðbeina börnum og kennurum um rétta líkamsbeitingu, hvaða skólatöskur henti og hvað sé hæfileg þyngd fyrir börn að bera í skólann.

Megin markmið verkefnisins eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.

  • Um leið er ætlunin að: Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  • Kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli.
  • Draga úr umferð við skóla: Draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Betra og hreinna loft og öruggari og friðsælli götur og hverfi.
  • Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Samfélagsvitund eykst.
  • Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna: Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.

Nú þegar hafa tuttugu og fimm skólar skráð sig til leiks og vonumst við til að fleiri bætist í hópinn á meðan verkefnið stendur yfir.

  • Móðurskólar í umferðarfræðslu hafa tekið sérstaklega virkan þátt í verkefninu. Sem dæmi um nálgun má nefna að í dag ganga allir 170 nemendur Flúðaskóla á Miðfell í Hrunamannahreppi í tilefni setningar verkefnisins.
  • Í grunnskólanum á Eskifirði verður keppni milli bekkja með vikulegum verðlaunum til þess bekkjar sem best stendur sig. Í dag er fyrirhuguð skrúðganga um bæinn þar sem nemendur benda á mikilvægi hreyfingar.
  • Í Grunnskólanum á Siglufirði gengu um 90% nemenda í skólann meðan á átakinu stóð í fyrra, þar eru bekkjum veittur gull- silfur- eða bronsskórinn í lok verkefnis.
  • Í grunnskólanum á Reyðarfirði sjá nemendur í 10 bekk um gangbrautarvörslu þann tíma sem átakið stendur og farið er yfir tíu örugg ráð til að koma sér á öruggan hátt til og frá skóla.
  • Í Giljaskóla á Akureyri er verið að vinna að framkvæmdum í næsta nágrenni skólans, því er því beint til allra að ganga frekar í skólann eða hjóla til að draga úr slysahættu og draga úr álagi á bílastæðum.
  • Snælandsskóli í Kópavogi ætlar að leggja aukna áherslu á fræðslu og hvatningu til foreldra um að þeir gangi með börnum sínum í skólann.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið og ýmsar góðar ábendingar á heimasíðu þess www.gongumiskolann.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum