Hoppa yfir valmynd
11. október 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Upplýsingar um gjaldeyrisyfirfærslur til námsmanna og annarra íslenskra þegna í útlöndum

Fulltrúar Sambands íslenskra námsmanna erlendis óskuðu í dag eftir fundi með stjórnvöldum vegna gjaldeyrisyfirfærslna á reikninga námsmanna erlendis, en undanfarna daga hafa námsmenn og aðrir átt í erfiðleikum við að millifæra fé af bankareikningum hérlendis til viðskiptabanka sinna erlendis.

Fulltrúar Sambands íslenskra námsmanna erlendis óskuðu í dag eftir fundi með stjórnvöldum vegna gjaldeyrisyfirfærslna á reikninga námsmanna erlendis, en undanfarna daga hafa námsmenn og aðrir átt í erfiðleikum við að millifæra fé af bankareikningum hérlendis til viðskiptabanka sinna erlendis. Á fundi sem sátu fulltrúar Lánasjóðasjóðs íslenskra námsmanna, menntamálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis var upplýst að þegar hefur verið komið á til bráðabrigða greiðslumiðlun fyrir milligöngu Seðlabanka Íslands til Nýja Landsbanka Íslands. Nú þegar er greiðslumiðlun virk fyrir viðskiptamenn þess banka. Stefnt er að því að greiðslumiðlun fyrir viðskiptamenn Glitnis og Kaupþings verði virk um leið og nýjar stofnanir hafa formlega tekið við starfsemi þeirra banka, og um svipað leyti fyrir aðrar fjármálastofnanir. Er þess vænst að það geti orðið í fyrri hluta næstu viku.

Yfirfærslur verða háðar fjárhæðartakmörkunum samkvæmt tilmælum um tímabundna temprun á útflæði gjaldeyris sem Seðlabanki Íslands hefur beint til innlánsstofnana og birt eru á heimasíðu bankans.

Miðað er við að greiðslur til að mæta framfærslukostnaði námsmanna falli undir tilmæli þessi.

Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka er gert ráð fyrir að viðmiðunargengi í viðskiptum Seðlabanka við innlánsstofnanir verði birt í upphafi hvers viðskiptadags og að til að byrja með verði greiðslumiðlun í eftirtöldum myntum: USD, EUR, GBP, JPY, CHF, DKK, NOK, SEK, CAD. Hægt er að yfirfæra fé í þessum myntum til annarra myntsvæða.

Í neyðartilvikum geta námsmenn jafnt sem aðrir íslenskir borgarar erlendis leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis í síma + 354 545 9900. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytis.
Ennfremur er að finna margvíslegar leiðbeiningar og upplýsingar um aðstoð á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Í menntamálaráðuneyti, 10. október 2008.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum