Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Staða skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga rann út föstudaginn 9. janúar sl.
Fjölbrautarskóli Snæfellinga, Grundarfirði
fjolbr_snafell

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga rann út föstudaginn 9. janúar sl. Menntamálaráðuneyti bárust 10 umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:

Berglind Axelsdóttir, íslenskukennari,
Daníel Arason, kennari,
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, kennari,
Hreinn Þorkelsson, enskukennari,
Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari,
Kristín Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og kennari,
Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri,
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur,
Pétur V. Georgsson, framhaldsskólakennari og
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, forstöðumaður.


Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, að fenginni umsögn hluteigandi skólanefndar, skv. 1. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr 92/2008 og sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum