Hoppa yfir valmynd
11. mars 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

LÍN breytir undanþágu vegna greiðslu fastrar afborgunar 2009

Tekjumörk vegna undanþágu frá greiðslu fastrar afborgunar árið 2009 hækkuð úr 2,1 milljón í 4 milljónir

Tekjumörk vegna undanþágu frá greiðslu fastrar afborgunar árið 2009 hækkuð úr 2,1 milljón í 4 milljónir

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur breytt reglum sjóðsins til að koma frekar til móts við þá sem hafa orðið fyrir áföllum eins og til dæmis atvinnumissi. Greiðendur lána sem vegna breyttra aðstæðna hafa orðið fyrir verulegum fjárhagsörðugleikum geta sótt um undanþágu frá greiðslu fastrar afborgunar ársins 2009. Það er þó skilyrði að hinar breyttu aðstæður lánþegans hafi staðið yfir í fjóra mánuði eða lengur.

Ástæður slíkra fjárhagsörðugleika geta verið atvinnuleysi, veikindi, þungun, umönnun barna eða lægri tekjur vegna ástundunar lánshæfs náms. Þau tekjumörk sem LÍN hefur miðað við síðustu misseri eru 2.100.000 króna. LÍN hefur nú hækkað þá upphæð í 4.000.000 króna. Tekjumörkin miðast við árstekjur 2008.

Ljóst er að þessar breytingar leysa ekki vandamál allra. Þær eru þó mikilvægar fyrir þann hóp sem missti vinnu fyrir nóvember 2008, hóf nám haustið 2008 eða varð fyrir verulegri og óvæntri tekjuskerðingu.

Stjórn LÍN vinnur að frekari breytingum á reglum sjóðsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum