Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntamálaráðuneyti úthlutar 50 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga haustið 2009

Menntamálaráðuneyti auglýsti styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga fyrir haustið 2009 í júní sl. með umsóknarfresti til 20. júlí sl.

Menntamálaráðuneyti auglýsti styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga fyrir haustið 2009 í júní sl. með umsóknarfresti til 20. júlí sl.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til námskeiða sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar.

Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá gátu sótt um styrkina.

30 fræðsluaðilar og fyrirtæki sóttu um samtals 96 m.kr. til íslenskukennslu að þessu sinni. Ráðuneytið hefur nú úthlutað 50 m.kr. vegna námskeiða í íslensku fyrir útendinga síðari hluta árs 2009.

Umsækjandi Úthlutað
Alþjóðahús 5.000.000
Betri árangur ehf.    1.482.000
Blikksmiðurinn       198.000
Breiðagerðisskóli       259.000
Farskólinn    1.080.000
Fræðslumiðstöð Vestfjarða    2.040.000
Hreint ehf.       600.000
Iðan-prenttæknisvið       330.000
Ítalíazzurra         43.000
Jafnréttishús    1.470.000
Kvöldskóli Kópavogs    3.570.000
Landspítalinn    1.710.000
Margvís    3.760.000
Málaskólinn Lingva       464.000
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum    6.210.000
Mímir-símenntun  11.310.000
Námsflokkar Hafnarfjarðar    1.620.000
Norræna félagið       473.000
Retor    3.336.000
Reykjavíkurborg    2.250.000
Saga Akademía ehf    1.410.000
Samskip       117.000
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi    1.476.000
Tómstundaskólinn       390.000
Tungumálaskólinn       500.000
Tækniskólinn       330.000
Véla- og skipaþj. Framtak       270.000
Vífilfell       234.000
Þekkingarnet Austurlands    1.500.000
Þekkingarsetur Þingeyinga    1.944.000
Samtals: 50.376.000

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum