Hoppa yfir valmynd
18. desember 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti skólameistara Framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann við utanverðan Eyjafjörð rann út þriðjudaginn 15. desember sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sjö umsóknir um stöðuna, frá fjórum konum og þremur körlum.

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann við utanverðan Eyjafjörð rann út þriðjudaginn 15. desember sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sjö umsóknir um stöðuna, frá fjórum konum og þremur körlum. Umsækjendur eru:

  • Elías Gunnar Þorbjörnsson, meistaranemi,
  • Jón Eggert Bragason, aðstoðarskólameistari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ,
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Ólafsfjarðar,
  • Lára Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,
  • Lind Völundardóttir, meistaranemi,
  • Margrét Lóa Jónsdóttir, verkefnastjóri,
  • Pétur Ingi Guðmundsson, aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar nk., að fenginni umsögn hluteigandi skólanefndar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum