Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntaþing 2010 - Heildstæð menntun á umbrotatímum

Menntaþing verður haldið í Valsheimilinu að Hlíðarenda þann 5. mars nk.Yfirskrift þingsins er Heildstæð menntun á umbrotatímum og er tilgangur þess að efna til opinnar umræðu um menntastefnu.
Menntaþing 2010
Menntaþing 2010

Menntaþing verður haldið í Valsheimilinu að Hlíðarenda þann 5. mars nk.Yfirskrift þingsins er Heildstæð menntun á umbrotatímum og er tilgangur þess að efna til opinnar umræðu um menntastefnu.

Á þinginu verða kynntar áherslur í nýjum námskrám allra skólastiga og afrakstur af þjóðfundum um menntamál. Í nýrri menntastefnu er lagt til að fimm grunnþættir verði í öndvegi í öllu námi frá leikskóla til enda framhaldsskóla. Þessir þættir eru jafnrétti, lýðræði, skapandi skólastarf, menntun til sjálfbærni og læsi í víðum skilningi. Eins verða reifuð og rædd ýmis álitamál sem varða breyttar aðstæður í skólasamfélaginu, svo sem hvort stytta eigi námstíma í almennu námi úr 14 árum í 13, hvernig komið verði á fót framhaldsskóla fyrir alla og hvernig tryggja megi velferð í skólum þegar misskipting eykst og fjármagn í menntakerfinu fer minnkandi.

Skráning á þingið fer fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins menntamálaráðuneyti.is en þar má einnig finna dagskrá þingsins. Skráningu lýkur 2. mars nk.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum