Hoppa yfir valmynd
5. maí 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til framhaldsnáms á háskólastigi í Japan

Ríkisstjórn Japans mun veita 2 íslenskum ríkisborgurum Monbukagakusho (MEXT) styrki til rannsóknarnáms á framhaldsstigi í Japan.

Ríkisstjórn Japans mun veita tveimur íslenskum ríkisborgurum Monbukagakusho (MEXT) styrki til rannsóknanáms á framhaldsstigi í Japan. Annar styrkurinn er veittur í apríl og hinn í október 2011.

Þeir sem hefja nám í apríl fá styrk til tveggja ára og þeir sem hefja nám í október fá styrk í 18 mánuði. Ríkisstjórn Japans greiðir flugfar, skólagjöld auk mánaðarlegra styrkja sem voru á fjárhagsárinu 2010, 152.000 yen. Þeir sem eru fæddir 2. apríl 1976, eða seinna, og hafa lokið grunnnámi í háskóla, þegar styrktímabilið hefst geta sótt um MEXT rannsóknanámsstyrkinn. Umsækjendur verða að sækja um framhaldsnám í því fagi sem þeir hafa þegar lokið, eða skyldum fögum.

Fög, svo sem hefðbundin leiklist og sértæk menningartengd fög, sem alla jafna eru ekki kennd við japanska háskóla eru ekki styrkhæf, nema viðkomandi háskóli hafi þegar samþykkt inngöngu. Lesa má frekar um skilmála styrksins í leiðarvísi á netinu samanber hér að neðan.

Umsækjendur verða að vera að vel á sig komnir, líkamlega og andlega. Einnig þurfa þeir að hafa áhuga á að læra japönsku. Ætlast er til þess að styrkþegar verði komnir til Japans 1. - 7. apríl 2011, eða innan tveggja vikna frá því að viðkomandi háskóli hefur kennslu á önninni.

Umsjón með forvali verður í höndum sendiráðs Japans á Íslandi í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands. Umsóknir tveggja umsækenda verða sendar til menntamálaráðuneytis Japans þar sem umsóknir verða endanlega samþykktar.

Umsóknir sem ekki eru fullkláraðar, eða skilað of seint, hafa neikvæð áhrif á umsókn umsækjenda. Allir umsækjendur sem teljast hæfir verða boðaðir í viðtal. Jafnframt þurfa þeir að taka próf í japönsku og ensku, í sendiráði Japans í júlí 2010.


Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá:

Sendiráði Japans á Íslandi

  • Laugavegi 182, 105 Reykjavík
  • Sími: 510 8600
  • Fax : 510 8605
  • Tölvupóstur: [email protected]





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum