Hoppa yfir valmynd
11. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Grunnframfærsla LÍN hækkar um 10%

Tillaga mennta- og menningarmálaráðherra um hækkun á grunnframfærslu Lánasjóðs Íslenskra námsmanna (LÍN) var samþykkt á fundi ríkisstjórnar Íslands í dag.

LÍN
LÍN

  • Samþykkt að hækka grunnframfærslu námsmanna hjá LÍN.
  • 0% hækkun grunngramfærslu jafngildir u.þ.b. 12 þúsund krónum.
  • Hækkun um 32% á tveimur árum.

 Tillaga mennta- og menningarmálaráðherra um heimild til stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til að hækka grunnframfærslu lánasjóðsins var samþykkt á fundi ríkisstjórnar Íslands í dag. Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi með úthlutunarreglum sjóðsins fyrir skólaárið 2011-2012 og að grunnframfærsla námsmanna á Íslandi verði þá tæplega 133 þ.kr. Samkvæmt núgildandi úthlutunarreglum er grunnframfærslan tæplega 121 þ.kr. og nemur hækkunin því í um 12 þ.kr. eða 10%. Viðbót vegna barna er óbreytt og framfærlsulán erlendis hækka í samræmi við verðlagsþróun í viðkomandi landi.

Hækkunin er í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þar segir: „Framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður með það að markmiði að hækka hann í áföngum“. Ríkisstjórnin steig fyrsta skrefið að þessu marki skólaárið 2009-2010 þegar hún samþykkti tillögu mennta- og menningarmálaráðherra um að hækka grunnframfærslu LÍN um 20%, úr 100.000 kr. í 120.000 kr. Hefur grunnframfærslan því verið hækkuð um 32% eða 32.000 kr. í tíð núverandi ríkisstjórnar.

 Grunnframfærsla hækkuð um 10%
 Nú   
Eftir hækkun 
Einstaklingur í leiguhúsnæði 120.620
132.682
Einstætt foreldri með eitt barn 174.900 186.962
Einstaklingur í sambúð með eitt barn
150.667 162.729

Hækkun grunnframfærslunnar gerir ráð fyrir að fjárveitingar úr ríkissjóði til LÍN verði auknar um 550 milljón kr. í fjárlögum ársins 2012.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum