Hoppa yfir valmynd
24. júní 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Comenius nemendaskipti í Evrópu -Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins

Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í nýrri undiráætlun Comeniusar nemendaskipta á framhaldsskólastigi, 16-20 ára.

Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í nýrri undiráætlun Comeniusar nemendaskipta á framhaldsskólastigi, 16-20 ára, „Individual pupil mobility“, sem veitir styrki til framhaldsskóla til að senda skiptinema til Comeniusar – samstarfsskóla í 3-8 mánuði.

Skólarnir sækja um styrki fyrir hönd sinna nemenda til Landskrifstofu menntaáætlunar ESB. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2012-2013 er til 1. desember 2011.

Styrkur greiðir umsýslukostnað fyrir sendiskóla sem og fyrir ferðir og uppihald fyrir nemendur. Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef stofnunarinnar www.comenius.is eða hjá Þorgerði Björnsdóttur verkefnisstjóra Comenius, [email protected]

Nám í ókunnu landi getur verið gagnlegt, fræðandi og félagslega gefandi. Kynni nemandans af öðru landi en heimalandi sínu gerir hann færari um að aðlagast margvíslegum aðstæðum, eykur hæfni hans til að eiga samskipti við fólk af ólíkum menningarbakgrunni og veitir honum þekkingu á gistilandinu. Samstarf um gagnkvæm nemendaskipti eru líkleg til að styrkja böndin við samstarfsskólana jafnframt því að reynslan getur komið að góðum notum.

Nánari upplýsingar veitir: Landskrifstofa Comenius, Háskólatorgi HÍ

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum