Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynningarfundur um Ungt fólk 2012

Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2012 sem gerð var á vegum ráðuneytisins verða kynntar fimmtudaginn 3. maí 2012 í Háskólanum í Reykjavík.


Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni „Ungt fólk 2012 í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla“, sem
gerð var á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, verða kynntar fimmtudaginn 3. maí 2012 í Háskólanum í Reykjavík.
Starfsfólk Rannsókna og greiningar þau dr. Álfgeir Logi Kristjánsson við Columbiaháskóla í New York, dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia háskóla, Birna Björnsdóttir, lýðheilsufræðingur við Háskólann í Reykjavík, dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, Hrefna Pálsdóttir og Ingibjörg Eva Þórisdóttir lýðheilsufræðingar hjá Rannsóknum og greiningu, og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar, sem varðar líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna.

Spurningalisti var lagður fyrir nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar 2012.

  • Kynningarfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. maí nk. kl. 13:30 - 16 í Háskólanum Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík í sal V 101 (Antares).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum