Hoppa yfir valmynd
11. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra tóku á móti Ólympíuförunum

Mikið um dýrðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar þátttakendur á Ólympíumóti fatlaðra komu heim

Tekið á móti þátttakendum á Ólympíumóti fatlaðra
mottaka-olympiufara

Mikið var um dýrðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar þátttakendur á Ólympíumóti fatlaðra komu heim frá London í gær. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tóku á móti þeim ásamt forystumönnum í íþróttahreyfingunni og aðstandendum íþróttafólksins. Síðar um daginn hélt ríkisstjórnin móttöku fyrir hópinn og færði  Íþróttasambandi fatlaðra fjórar milljónir króna að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir glæsileg afrek íslensku þátttakendanna á Ólympíumótinu.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum