Íþrótta- og æskulýðsmál

Íþrótta- og æskulýðsmál

ÍþróttafólkMennta- og menningarmálaráðuneyti fer með yfirstjórn íþrótta- og æskulýðsmála að því leyti er ríkið lætur þau til sín taka. Í gildi eru lög um íþróttamál nr. 64/1998 og lög um æskulýðsmál nr. 70/2007.

Samstarf ríki og sveitarfélaga við hin frjálsu íþrótta- og æskulýðssamtök markast af íþróttalögum og æskulýðslögum.

Meginmarkmið stjórnvalda er að stuðla að því að sem flestir landsmenn geti notið hollrar hreyfingar og uppbyggilegs félags- og tómstundastarfs, auk lýðræðislegrar umræðu sem og að efla þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Ráðuneytið stuðlar að æskulýðsrannsóknum með æskulýðsrannsóknunum Ungt fólk í grunnskólum og í framhaldsskólum á þriggja ára fresti.

Ráðuneytið leitast við að eiga sem best samstarf og samskipti við íþróttahreyfinguna og æskulýðssamtökin í landinu og við aðra þá sem vinna að þessum málaflokkum.

Sjá einnig: