Menntamál

Menntamál

8.5.2006

Menntamál

Á skólabekkLeikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið, er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Leikskóladvöl er ætluð börnum undir skólaskyldualdri og er frjálst val foreldra.

Grunnskólar

Öllum börnum og unglingum á aldrinum 6 -16 ára er skylt að sækja 10 ára grunnskóla. Skólaárið er 9 mánuðir að lágmarki.

Framhaldsskólar

Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Þeir eiga jafnframt rétt á því að stunda nám í framhaldsskóla til 18 ára aldurs vegna fræðsluskyldu við ólögráða nemendur ef þeir brjóta ekki skólareglur.

Háskólar

Nemendur sem hefja nám í háskóla skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Sjö háskólar eru viðurkenndir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Nánari upplýsingar eru að finna undir vísinda- og háskólamál

Framhaldsfræðsla

Með framhaldsfræðslu er átt við hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla.

Hvítbók um umbætur í menntun

Sett eru fram tvö meginmarkmið um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018:
- 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri
- 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma

Mat og úttektir


Námskrár

Ráðuneytið sér um að gerðar séu námskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Nám erlendis

Kynningarvefur um nám í útlöndum

Nám til framtíðar

Kynningarvefur um nýjar aðalnámskrár

Starfsþróun kennara

Vefur fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara

Verkefni til Menntamálastofnunar

Flutningur verkefna til Menntamálastofnunar

Til baka Senda grein