Framhaldsskólar

Framhaldsskólastig

Á skólabekkÞeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Þeir eiga jafnframt rétt á því að stunda nám í framhaldsskóla til 18 ára aldurs vegna fræðsluskyldu við ólögráða nemendur.

Allir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi í samræmi við óskir og hæfni. Framhaldsskólar bjóða nú upp á:

  • Um það bil 100 námsbrautir,
  • þar af 87 starfsnámsbrautir.
  • Námsbrautirnar eru ólíkar að lengd og inntaki en námslengd getur verið frá einni til tíu anna.
  • Af öllum námsbrautum eru leiðir til frekara náms.

Innritun í framhaldsskóla er tvisvar á ári, í nóvember fyrir vorönn, í júní fyrir haustönn.

Sjá einnig: