Grunnskólar

Grunnskólastig

11.4.2006

Hópur nemendaSamkvæmt lögum nr. 91/2008, um grunnskóla er grunnskólinn 10 ára skóli sem börnum og unglingum á aldrinum 6-16 ára er skylt að sækja. Lögin kveða m.a. á um skyldu foreldra til að sjá um að börn þeirra innritist og sæki skóla.

Frá árinu 1996 hafa sveitarfélög borið meginábyrgð á skólahaldi og framkvæmd grunnskólalaga. Hverju sveitarfélagi er skylt að sjá öllum börnum á aldrinum 6-16 ára, fyrir skólavist. Veita skal nemendum í skyldunámi í opinberum skólum kennslu þeim að kostnaðarlausu.

Upplýsingar um grunnskóla og listi yfir þá eru á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga


Markmið náms og kennslu, og starfshættir grunnskóla, skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar. Í öllu skólastarfi skal tekið mið af mismunandi persónugerð, þroska, hæfileikum, getu eða áhugasviði nemenda.

Sérhver grunnskóli skal innleiða aðferðir við að meta skólastarfið þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti skal, að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytis, gera úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla.


Lög um breyt­ingu á lög­um um grunnskóla, nr. 91/​2008, með síðari breyt­ing­um (sjálfstætt rekn­ir grunnskól­ar, breytt vald­mörk ráðuneyta, tóm­stund­astarf og frí­stunda­heim­ili).

Lagasafn Alþingis: Lög um menntamál, íþróttir og æskulýðsmál

Sjá einnig:

Til baka Senda grein