Hæfnirammi

Hæfnirammi um íslenskt menntakerfi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að hæfniramma um íslenskt menntakerfi.

Með lögum um háskóla árið 2006, framhaldsskóla árið 2008 og framhaldsfræðslu árið 2010 eru námslok innan formlega menntakerfisins og námskrár innan framhaldsfræðslu tengdar við hæfniþrep sem eru skilgreind með hliðsjón af þeirri hæfni sem nemandi á að búa yfir við lok hvers þreps. Lýsing á hæfniþrepum er birt í aðalnámskrá framhaldsskóla og í Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður, en þessi skjöl hafa reglugerðarígildi. Hæfniþrepum er ætlað að tryggja stígandi í námi og eru leiðbeinandi fyrir skóla- og fræðslukerfi við gerð námslýsinga, námsbrauta og námskráa. Þau eru einnig upplýsandi fyrir hagsmunaaðila, s.s. nemendur, skóla og atvinnulíf um þá hæfni sem búast má við hjá nemendum að námi loknu og geta verið hvatning til frekara náms. Hæfniramminn er tengdur við evrópskan hæfniramma (European Qualifications Framework, EQF).

Tenging námsloka við hæfniþrep og hæfnilýsing við námslok er leiðbeinandi fyrir:
  

  • Nemanda þannig að hann viti hvaða hæfni gert er ráð fyrir að hann búi yfir við námslok og hvernig sú hæfnikrafa er í samanburði við önnur námstilboð.
  • Fræðsluaðila við skipulag náms og hvaða kröfur er eðlilegt að gera til nemenda.
  • Atvinnulíf þannig að skýrt er hvaða kröfur um t.d. sjálfstæði og vinnubrögð er hægt að gera til einstaklings að loknu námi.

Þrjátíu Evrópulönd, þ.m.t. Ísland, vinna að því að tengja sín hæfniþrep við evrópska hæfnirammann. Lagt er upp með að hver hæfnirammi endurspegli menntakerfi hvers lands.

EQF080912-P2

Smellið á myndina til að sjá hana stærri

Íslenski hæfniramminn telur 7 þrep en sá evrópski 8. Á Íslandi er grunnskólinn lengri en í flestum öðrum löndum og því er fyrsta íslenska hæfniþrepið skilgreint sem tvö lægstu hæfniþrepin í evrópska rammanum. Gert er ráð fyrir að í þýðingum á prófskírteinum verði gefið upp EQF- þrep lokaprófs sem gerir tengingu við hæfniþrep evrópska rammans skýra.

Skýrslu um tengivinnu íslenska rammans við þann evrópska og útdrátt á íslensku er að finna hér að neðanverðu:

  • Aðilum er gefinn kostur á að gera koma á framfæri ábendingum um hæfnirammann á netfangið postur@mrn.is fyrir 14. júní nk.
Til baka Senda grein