Hoppa yfir valmynd
9. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hjólað í vinnuna

Verkefnið Hjólað í vinnuna hefur á síðustu árum stuðlað að aukinni meðvitund fólks um hreyfingu. Almenningsíþróttir eru að verða ríkari þáttur í íþróttalífi landsmanna og er það ánægjulegt.

4. maí 2011, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Verkefnið Hjólað í vinnuna hefur á síðustu árum stuðlað að aukinni meðvitund fólks um hreyfingu. Almenningsíþróttir eru að verða ríkari þáttur í íþróttalífi landsmanna og er það ánægjulegt. Aukinn þátttaka í verkefninu staðfestir þetta að mínu mati en stöðug aukning hefur orðið allar götur síðan verkefnið hóf göngu sína árið 2003.

Margir hjóla nú að staðaldri til vinnu sinnar og höfum við í mennta- og menningarmálaráðuneytinu stutt við þetta með því að fara að dæmi umhverfisráðuneytisins og gefið starfsmönnum kost á því að gera samning um umhverfisvænan ferðamáta. Þá þurfa starfsmenn að koma til vinnu með öðrum leiðum en á bíl og er það raunin að flestir sem velja að gera slíkan samning velja hjólið. Sumir nota það allt árið um kring og setja nagladekk undir yfir vetrarmánuðina en aðrir nýta sér þá almenningssamgöngurnar. Í staðinn styður ráðuneytið starfsmenn um kaup á útivistarbúnaði fyrir ákveðna upphæð árlega. Við teljum að með þessu séum við að bæta loftslagið á höfuðborgarsvæðinu, spara eldsneyti en ekki síður að stuðla að aukinni hreyfingu starfsmanna sem sumir hverjir eru 30-40 mínútur að komast í vinnu hjólandi eða gangandi. Þetta skilar sér svo í betri heilsu og skemmtilegum anda á vinnustaðnum.

Bættar hjólasamgöngur eru mikilvægar svo stuðla megi að því að fólk nýti hjólið frekar sem ferðamáta sem og öryggisins vegna. Samgöngumannvirki í borginni og bæjum þurfa að taka mið af þessum áherslum.

Ég ætla ekki að tefja átakið með frekari ræðuhöldum en ég tel þetta átak vera mikilvægt innlegg í þá flóru almenningsíþróttaverkefna sem almenningi stendur til boða. Þó að ég hjóli augljóslega ekki á þessu ári þá mun ég mæta hjólandi til leiks á því næsta og hlakka til að geta dregið hjólið fram eftir nokkrar vikur !

Takk

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum