Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Landsmót hestamanna 2011

30. júní 2011, Vindheimamelar Skagafirði

Góðir gestir

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð eg villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann,
maður er manns gaman

Svo stendur í Hávamálum og þessi orð eiga svo sannarlega vel við á þessu líflega mannamóti þar sem við komum saman til að gleðjast yfir íslenska hestinum. Það er mér sönn ánægja að vera hér á 19. Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði og flytja ykkur kveðjur ríkisstjórnar Íslands.

Kære nordiske venner

Hjertelig velkommen til Landsmót.

I de kommende dage vil vi ha fornøjelsen af at se Islands bedste heste. Vi håber at dette Landsmót blir godt og udbytterigt og at I nyder vores natur og samvær. Jeg ønsker jer et godt ophold her i Island og håber at dette Landsmót vil knytte kontakter mellem islandske og nordiske hestefolk.

Liebe Gäste

Ich möchte Sie ganz herzlich willkommen heißen in Island. Wir können Ihr Interesse für das isländische Pferd schätzen und gleichzeitig sehr gut verstehen. Es freut mich besonders daß wir könnten Landsmót wieder organisieren trotz all den Problemen die wir in letzter Zeit erlebt haben. Wir freuen uns darauf in den kommenden Tagen viele neue gute und besonders schöne Pferde auf dem Laufbahn sehen zu dürfen. Ich bin sicher daß Sie eine sehr Interesante Turnier erleben werden. Ich hoffe auch daß Sie die Möglichkeit haben werden etwas von den schönen Natur unseres Landes zu erleben. Ich wünsche Ihnen einen schönen Aufenthalt hier in Island und hoffe das sie gute Erinnerungen nach Hause bringen.

Dear guests

I welcome you all to Iceland to the national Championships of the Icelandic Horse, Landsmót. In the coming days we will enjoy together the finest Icelandic horsemanship and Iceland‘s greatest horses. I hope that you will have a pleasant stay at Landsmót and I hope that you will continue to love the Icelandic horse through personal experience during your stay and in the future.

Síðustu tvö ár hafa verið hestamönnum og skepnum erfið. Sjúkdómar og náttúröfl hafa sett sitt mark á samfélag hestamanna og sýnt hversu vanmáttug við erum á stundum gagnvart vanda af þessu tagi. Þrjú ár eru langur tími í hestamennsku og því er mikilvægt og tímabært að halda landsmót nú. Sá fjöldi sem hér er saman kominn sýnir vel hversu stóru hlutverki íslenski hesturinn gegnir í samfélagi okkar.

Nýverið var gerð úttekt á starfsemi í kringum íslenska hestinn á vegum ríkisins og stuðningi þess við hestamennsku á Íslandi. Niðurstöður sýna að starfsemi hestamennskunnar er umfangsmikil og teygir anga sína víða, allt frá ráðuneytum, sveitarfélögum, stofnunum, frjálsum félagasamtökum og til einstakra hrossaræktenda. Auk þess eru tengslin við alþjóðasamfélagið orðin afar mikilvæg og órjúfanlegur hluti starfseminnar, eins og við sjáum meðal annars af fjölda erlendra gesta hér í dag.

Opinber stuðningur á þessu sviði hefur einkum beinst að því að auka menntun og fræðslu, styðja við íþróttir og tómstundastarf hestamennskunnar og skapa grundvöll fyrir viðskipti og aðstöðu með það meginmarkmið að leiðarljósi að styrkja stoðir hestamennskunnar á öllum sviðum.

Landsmót hestamanna er allt í senn hörð keppni meðal færustu og bestu knapa landsins á glæstum hrossum og fjölskylduhátíð þar sem kynslóðir koma saman og njóta alls hins besta sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Ekki síst vekur athygli hversu glæsileg keppni fer nú fram á hér á Landsmótinu í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Forystufólk hestamannahreyfingarinnar og hestafélaga um land allt eiga mikinn heiður skilinn fyrir öflugt starf þeirra með börnum og ungmennum, því þeirra er framtíðin.

Ég var svo heppin sem barn að fylgjast með því að hestarnir voru taldir hluti af fjölskyldunni; ég kannast þess vegna við þá tilfinningu sem við höfum öll innan í okkur á svona degi. Hér eru þúsundir einstaklinga sem hafa sinnt hestinum sínum á einhvern hátt um ára eða áratuga skeið. Á bak við hvern hest er marga ára vinna, ræktun frá þeim degi þegar hryssan er fengin og til þess dags að hér birtist fullskapaður glæsilegur reiðhestur. Hrossaræktin er nefnilega þolinmæðisverk sem skilar árangri ef rétt er að öllu staðið.

Fjöldi þess fólks sem hér kemur við sögu verður seint metinn og aldrei að verðleikum. En svo eru allir þeir sem sinna hestum á Íslandi og ekki koma eða komast á Landsmót. Þar er enn um að ræða þúsundir og aftur þúsundir einstaklinga. Þegar allt er talið þá er um að ræða sannkallaða lýðhreyfingu mikið öflugri en nokkur stjórnmálaflokkur getur státað af. Oft er reynt að meta verðmætin til hagvaxtar og vafalaust er unnt að telja íslenska hestinn með í hagvaxtarútreikningunum. En sjaldan verður hagvaxtartalið jafn fjarðstæðukennt, því í hestamennsku og hrossarækt eru hundruð þúsunda vinnutíma sem aldrei koma fram í neinum skýrslum af því að það eru engar skýrslur haldnar. Ef hagvaxtarreikningurinn einn væri notaður á hestamennskuna og hrossarækt sæjum við aðeins brotabrot af öllu því striti og elju sem liggur í hestaræktinni, að ógleymdri allri þeirri gleði sem góður árangur eins og sá sem birtist á Landsmóti skilar þjóðinni allri og verður aldrei reiknaður til hagvaxtar. Hér birtist árangur hestamennsku og hrossaræktar í áratugi. Hrossarækt byggist á menntun og menningu í senn. Þess vegna er ég hér, en líka sem ráðherra íþróttamála því landsmótið er stærsta íþróttamót landsmanna. Reyndar kemur hestamennskan víða víð í stjórnkerfinu. Hesturinn er einn mikilvægasti þáttur ferðamannaiðnaðarins – þar er iðnaðarráðuneytið - og íslenski hesturinn er einn mikilvægasti þáttur íslenskrar kynningarstarfsemi erlendis eins og utanríkisþjónustan þekkir vel.

Ágætu landsmótsgestir, unnendur íslenska hestsins. Landsmótið er ekki einungis mót meðal móta heldur glæsileg sýning alls þess sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Það er mér mikill heiður að fá að vera hér á Vindheimamelum og njóta gestrisni Skagfirðinga og óska okkur öllum hér ánægjulegs landsmóts.

Takk fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum