Drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum til umsagnar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vef ráðuneytisins til umsagnar og gefinn til þess hæfilegur tími. Þannig er leitast við að gefa hagsmunaaðilum, og öðrum sem vilja, kost á að koma með ábendingar og athugasemdir við efni þeirra.

Þá leitast ráðuneytið við að senda hagsmunaaðilum til umsagnar hvers konar drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum sem snerta viðkomandi starfsgrein. Þeir sem vilja fá send drög að frumvörpum, reglugerðum eða stefnum sem eru í smíðum á vegum ráðuneytisins eru beðnir að senda ósk þess efnis á tölvupóstfangið postur@mrn.is. Umsögnum skal fylgja fullt nafn sendanda.


Samráð

Samráð um breytingar á texta í aðalnámskrá framhaldsskóla um námsbrautir á 4. hæfniþrepi, önnur lokapróf og starfsbrautir fyrir fatlaða - 28.12.2016

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að efna til samráðs um breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla 2011. Markmiðið með breytingunum er að gefa betri leiðsögn við skipulagningu og staðfestingu námsbrautalýsinga. 

Nánar