Leyfisbréf

Leyfisbréf - starfsleyfi

Leyfisbréf kennara, bókasafns- og upplýsingafræðinga og náms- og starfsráðgjafa

Lestrarkennsla

UMSJÓN OG MÓTTAKA UMSÓKNA UM LEYFISBRÉF ER HJÁ MENNTAMÁLASTOFNUN FRÁ 1. JANÚAR 2016Menntamálastofnun, Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi

Sími 5147500            Sjá kort


Lög um menntun og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 öðluðust gildi 1. júlí 2008. Samkvæmt þeim þurfa þeir sem innrituðust í kennaranám haustið 2009 eða síðar að ljúka meistaraprófi til að geta fengið útgefið leyfisbréf kennara.

Þeir sem innrituðust í fullgilt 180 eininga kennaranám, bakkalárnám, til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum* og luku náminu fyrir 1. júlí 2012 eða áttu við lok vormissiris 2011 þrjátíu (30) eða færri einingum ólokið til prófs eiga rétt á útgáfu leyfisbréfs til kennslu í leikskólum, grunnskólum og/eða framhaldsskólum. Sama gildir um þá sem innrituðust í 60 eininga diplómanám til kennslu í grunn- og framhaldsskólum og luku náminu fyrir 1. júlí 2012.

(* á grundvelli laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, nr. 86/1998)

Grunn- og framhaldsskólakennarar með leyfisbréf við gildistöku nýrra laga halda fullum réttindum til jafns við þá sem öðlast starfsréttindi grunn- og framhaldsskólakennara samkvæmt nýjum lögum.

Frá árinu 2014 gefa háskólar sem mennta kennara út starfsleyfi (leyfisbréf) fyrir þá leik- og grunnskólakennara sem þeir brautskrá. Ekki þarf að sækja um útgáfu þeirra bréfa. Samhliða því var gjald sem áður var innheimt fyrir útgáfu leyfisbréfa fellt niður.Önnur starfsleyfi