Námskrár

Námskrár

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum skólum er skylt að gefa út skólanámskrá.

Ráðuneytið gefur einnig út aðalnámskrár um listnám. Aðalnámskrár eru í sífelldri endurskoðun og eru breytingar kynntar með auglýsingu í Stjórnartíðindum hverju sinni.  • Upplýsingar um námskrár og námskrárgerð á vefnum  namskra.is

Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla á köflum 9.4, 9.5 og 18.4, sbr. auglýsingu

9. september 2015Um nýjar aðalnámskrár
 

Til baka Senda grein