Aðalnámskrá framhaldsskóla

Námskrár

Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla

Aðalnámskrá framhaldsskóla

Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.

Framhaldsskólar skipuleggja nýjar námsbrautarlýsingar sem eru staðfestar af ráðuneyti og verða þar með hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla.


Nr. 864/2016                                                                                                                                   29. september 2016

AUGLÝSING

um breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla.

1. gr.

Með vísan til 21. og 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með áorðuðum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla, dagsettri 16. maí 2011, sbr. auglýsingu nr. 674/2011.

Í stað kafla 10.4 Íþróttir, líkams- og heilsurækt kemur nýr kafli með sama heiti sem birtur er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

2. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 29. september 2016.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir

Fylgiskjal.


Kafli 10.4 Íþróttir, líkams- og heilsurækt.


Í framhaldsskólum skipar námsgreinin íþróttir, líkams- og heilsurækt mikilvægan sess í heilsu-uppeldi og heilsurækt nemenda. Lykilhæfni um heilbrigði og velferð snýr að vitund nemandans um eigin ábyrgð á líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði sínu. Meginmarkmið námsgreinarinnar eru að auka skilning nemenda á mikilvægi heilbrigðs lífernis með fræðslu og að þeir tileinki sér aðferðir í heilsurækt sem leggja grunn að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðum samskiptum.
Við skipulag námsbrautalýsinga og framkvæmd skal þess gætt að nemendur geti stundað íþróttir, líkams- og heilsurækt á hverri önn.

Auglýsing með fylgiskjali


Nr. 890/2015                                                                                                                                    9. september 2015

AUGLÝSING

um breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla.

1. gr.

Með vísan til 21. og 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla, dags. 16. maí 2011, sbr. auglýsingu nr. 674/2011.

Í stað kafla 13.2.1. Tengsl við hæfniþrep í framhaldsskóla kemur nýr kafli með sama heiti sem birtur er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

2. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 9. september 2015.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.

Fylgiskjal.

Kafli 13.2.1 Tengsl við hæfniþrep í framhaldsskóla.

Fyrsta hæfniþrep framhaldsskóla skarast við unglingastig grunnskóla á þann hátt að lýsing á fyrsta hæfniþrepi framhaldsskóla er jafnframt lýsing á þeirri hæfni sem stefnt er að við lok grunn-skóla. Ennfremur hefur í aðalnámskrá grunnskóla verið skilgreindur, við lok grunnskóla, samræmdur námsmatskvarði tengdur skilgreindum matsviðmiðum fyrir einstakar námsgreinar og námssvið.

Viðmið um mat á lykilhæfni í grunnskóla eru í takt við lýsingar á lykilhæfni í framhaldsskóla og lýsingu á einkennum fyrsta hæfniþrepsins. Þessi viðmið, ásamt lýsingum á mati við lok grunnskóla innan mismunandi námssviða, nýtast framhaldsskólum við skipulag námsbrauta sem ætlað er að brúa bil milli grunn- og framhaldsskóla.

Samræmdum matskvarða við lok grunnskóla er ætlað að veita sams konar lýsingu á hæfni nemenda við lok grunnskóla, óháð skóla. Grunnskólar eru ábyrgir fyrir því að um réttmætt og áreiðanlegt mat sé að ræða við lok grunnskóla og að matið veiti nemendum, foreldrum og framhaldsskólum sem besta leiðsögn varðandi næstu skref nemenda.

Námsáfangar í framhaldsskóla eru skilgreindir á hæfniþrep og hefja nemendur úr grunnskólum nám ýmist í áföngum á fyrsta eða öðru hæfniþrepi eftir forkröfum áfanga og hæfni nemenda. Framhaldsskólar nýta einkunnir nemenda við lok grunnskóla meðal annars til leiðsagnar um í hvaða námsáföngum á fyrsta eða öðru hæfniþrepi þeim hentar að hefja nám.

Við lok grunnskóla er notaður námsmatskvarði A-D og er hann skilgreindur þannig að nemandi sem fær B, B+ eða A hefur náð hæfniviðmiðum í 10. bekk. Þekking, leikni og hæfni nemenda við lok grunnskóla er samhljóða lýsingu á fyrsta hæfniþrepi framhaldsskóla. Má því gera ráð fyrir að nemendur sem ná ofangreindum viðmiðum búi yfir hæfni til þess að hefja nám í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði í framhaldsskóla á öðru hæfniþrepi. Mat á því hvaða þrep hentar best hverjum og einum er í höndum viðkomandi framhaldsskóla innan þeirra marka sem reglugerðir og samningar kveða á um.

B-deild – Útgáfud.: 8. október 2015

Kafli 13.2.1 Tengsl við hæfniþrep í framhaldsskóla með breytingum

ELDRI NÁMSKRÁR


NÁMSBRAUTIR OG AÐALNÁMSKRÁR NÁMSGREINA SEM EKKI ERU LENGUR Í GILDI:

Yfirlit yfir námsbrautir og aðalnámskrár námsgreina

Námsbrautir
Einstakar námsgreinar