Aðalnámskrá framhaldsskóla

Námskrár

Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla

Aðalnámskrá framhaldsskóla

Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.

Framhaldsskólar skipuleggja nýjar námsbrautarlýsingar sem eru staðfestar af ráðuneyti og verða þar með hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla.


Nr. 864/2016                                                                                                                                   29. september 2016

AUGLÝSING

um breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla.

1. gr.

Með vísan til 21. og 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með áorðuðum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla, dagsettri 16. maí 2011, sbr. auglýsingu nr. 674/2011.

Í stað kafla 10.4 Íþróttir, líkams- og heilsurækt kemur nýr kafli með sama heiti sem birtur er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

2. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 29. september 2016.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir

Fylgiskjal.


Kafli 10.4 Íþróttir, líkams- og heilsurækt.


Í framhaldsskólum skipar námsgreinin íþróttir, líkams- og heilsurækt mikilvægan sess í heilsu-uppeldi og heilsurækt nemenda. Lykilhæfni um heilbrigði og velferð snýr að vitund nemandans um eigin ábyrgð á líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði sínu. Meginmarkmið námsgreinarinnar eru að auka skilning nemenda á mikilvægi heilbrigðs lífernis með fræðslu og að þeir tileinki sér aðferðir í heilsurækt sem leggja grunn að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðum samskiptum.
Við skipulag námsbrautalýsinga og framkvæmd skal þess gætt að nemendur geti stundað íþróttir, líkams- og heilsurækt á hverri önn.

Auglýsing með fylgiskjaliELDRI NÁMSKRÁR - ekki í gildi


NÁMSBRAUTIR OG AÐALNÁMSKRÁR NÁMSGREINA SEM EKKI ERU LENGUR Í GILDI:

Yfirlit yfir námsbrautir og aðalnámskrár námsgreina

Námsbrautir
Einstakar námsgreinar