Námskrár

Aðalnámskrá leikskóla


Útgáfa nýrrar aðalnámskrár fyrir leikskóla

Aðalnámskrá leikskólaÍ framhaldi af setningu nýrra laga árið 2008 um leikskóla (nr. 90/2008), grunnskóla (nr. 91/2008) og framhaldsskóla (nr. 92/2008) hefur verið unnið að innleiðingu þeirrar menntastefnu sem þar er mörkuð. Undirstöðuatriði í þeirri vinnu er gerð aðalnámskrár fyrir skólastigin þrjú.
Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.
Aðalnámskrá leikskóla frá 1999 hefur verið þýdd á ensku. Útgáfu námskrárinnar á ensku má finna hjá viðkomandi námskrá hér fyrir neðan en hún er ennfremur aðgengileg á enskum vefsíðum ráðuneytisins.

  • Aðalnámskrá leikskóla 1999

    Aðalnámskrá leikskóla byggist á lögum um leikskóla nr. 78/1994 og tók gildi árið 1999.

    Aðalnámskrá leikskóla er fagleg stefnumörkun um uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans. Þar er lýst markmiðum leikskólastarfsins og leiðum að settu marki. Námskráin er leiðarvísir fyrir alla sem vinna að uppeldi og menntun barna í leikskólum og er sveigjanlegur rammi um störf þeirra. Aðalnámskrá leikskóla er einnig upplýsandi fyrir foreldra og forráðamenn um hlutverk og starfsemi leikskóla.

  • Ensk þýðing: National Curriculum Guide for Pre-Schools: Iceland 1999

Til baka Senda grein