Hoppa yfir valmynd
4. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tónlistin og lífið  - Ráðstefna í tilefni af opnun Hörpu

Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Tónlistin og lífið“ laugardaginn 7. maí.

Harpa - tónlistarhús
Harpa - tónlistarhús


Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Tónlistin og lífið laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00 í salnum Kaldalóni í Hörpu. Við þessi tímamót þykir við hæfi að halda á lofti merki tónlistar sem hornsteins í íslenskri menningu. Það er von okkar að þú sjáir þér fært að mæta og gera þér dagamun með þessum táknræna hætti til heiðurs Hörpu – tónlistinni og lífinu!  
 
Ráðstefnan „Tónlistin og lífið“ verður haldin í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, salnum Kaldalóni, kl. 13:00-17:00 laugardaginn 7. maí 2011
 
Ráðstefnustjóri:     Ævar Kjartansson, dagskrárgerðarmaður
 

  • Kl. 13:00 Tónlistaratriði: Havanaise eftir Camille Saint-Saëns - Sólveig Steinþórsdóttir, nemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík, leikur á fiðlu. Meðleikur á píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir. 

  • Hátíðarerindi - Tónlistin og lífið Dr. Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Íslands

  • Tónlistaratriði:  Beyond the Seven Hills eftir Michael Sweeney - B-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs, stjórnandi: Össur Geirsson.

Stutt kaffihlé

Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?

Eftirtaldir sex aðilar halda tíu mínútna löng framsöguerindi sem tengjast yfirskriftinni „Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?“ Að þeim loknum taka við pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna.

  • Listmenntun, nauðsynlegur hluti almennrar menntunar - Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri stefnumótunar- og þróunardeildar mennta- og menningarmálaráðuneytis
  •  Hlutverk listaháskóla - Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands
  •  Áhrif tónlistarrannsókna á menntun - Helga Rut Guðmundsdóttir, formaður Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  •  Í takt við tímann - Guðni Franzson, tónlistarmaður
  • Tónlist fyrir alla? - Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og tónlistarskólakennari
  • Væntingar tónlistarnemenda á 21. öld? - Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarnemandi við Listaháskóla Íslands

Kaffihlé

Tónlistaratriði: Kyle´s song / Chikende eftir Kyle Williams / þjóðlag frá Zimbabwe Marimbasveit frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla, meðleikur á hristur og stjórnandi: Mauricio Weimar
 

Pallborðsumræður

 
Tónlistaratriði:   Fönn eftir Unni Birnu Björnsdóttur, ljóð eftir Sigríði Birnu Guðjónsdóttur Unnur Birna Björnsdóttir syngur og leikur á píanó, Valdimar Olgeirsson leikur á kontrabassa
 

17:00 Ráðstefnuslit

 
Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna í samstarfi við   Tónmenntakennarafélag Íslands, Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, og Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem styrkir ráðstefnuna.
 

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu: [email protected] fyrir 6. maí.

 
  • Skráningargjald er 1.200 kr. og veitingar eru innifaldar í gjaldinu.
  • Skráningargjald leggist inn á reikning: 1175-26-9297.
  • Kennitala: 501299-3329.
  • Vinsamlegast setjið nafn í skýringu með greiðslu og/eða sendið póst á [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum