Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstefnan "Opið menntaefni" verður haldin mánudaginn 21. nóvember

Ráðstefnan er ætluð kennurum og áhugafólki sem vilja kynna sér hvað opið menntaefni er. Hugmyndafræði opins menntaefnis verður kynnt og rætt um kosti þess og galla.

Ráðstefnan "Opið menntaefni" verður haldin mánudaginn 21. nóvember 2011 í salnum Rímu í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík. Tekið er við skráningum til miðnættis fimmtudaginn 17. nóvember.
Ráðstefnan er ætluð kennurum og áhugafólki sem vilja kynna sér hvað opið menntaefni er. Hugmyndafræði opins menntaefnis verður kynnt og rætt um kosti þess og galla. Staðan á Íslandi hvað þetta varðar verður skoðuð og rætt um hvaða áhrif aukið framboð á opnu menntaefni gæti haft og hvernig við sjáum fyrir okkur þróun slíks efnis hér á landi.
Lykilfyrirlesarar á ráðstefnuni verða dr. Frank Rennie frá University of the Highlands and the islands og Hellen Lentell frá University Fellow Distance Learning and independent consultant við University of Leicester UK.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum