Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslenska á 21. öld og málþing um málfræðikennslu 

Íslenska á 21. öld og málþing um málfræðikennslu.

Íslenska á 21. öld

Þing Íslenskrar málnefndar um íslensku í tölvuheiminum , „Íslenska á 21. öld“ verður haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2012 kl. 15–16.15 í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu.

Dagskráin er svohljóðandi:

15.00   Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar: Setning
15.10   Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp
15.20   Eiríkur Rögnvaldsson: Íslensk tunga á stafrænni öld
15.30   Guðrún Kvaran: Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
15.40   Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins: Nýi íslenski talgervillinn
15.50   Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Trausti Kristjánsson tölvunarfræðingur: Talgreinir fyrir
              íslensku
16.05   Haraldur Bernharðsson: Ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2012
16.15   Veitingar

Víst er málfræði skemmtileg!

Málþing um málfræðikennslu í skólum verður haldið fimmtudaginn 15. nóvember undir yfirskriftinni Víst er málfræði skemmtileg. Málþingið verður haldið í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – Bratta. Það hefst kl. 15:00 og stendur til 17:30. Að þinginu standa Íslenska málfræðifélagið, Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Rannsóknastofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Samtök móðurmálskennara.

Dagskrá málþingsins verður sem hér segir:

15.00                        Setning

15.05 – 15.40         Er útikennsla málið? (Hanna Óladóttir og Margrét Guðmundsdóttir)

15.40 – 16.00         Ullað (upp) á íslenska tungu (Davíð Stefánsson)

16.00 – 16.20         Kaffihlé

16.20 – 16.40         Davíð Stefánsson, seinni hluti erindis

16.40 – 17.10         Nýjar leiðir að gömlum markmiðum (Ragnar Þór Pétursson)

17.10 – 17.30         Umræður

Markmiðið með málþinginu er að efna til umræðu um kennsluaðferðir og áherslur í málfræðikennslu þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi. Rætt verður um mikilvægi þess að byggja upp bæði skilning og áhuga hjá nemendum og kennsluaðferðir sem henta til þess. Þessi tvö markmið með málfræðikennslu eru nátengd; skilningur er grunnur þess að nemendur verði viðræðuhæfir um mál og málfar, hafi forsendur til að verða betri málnotendur og fái áhuga á móðurmálinu, sem aftur er hvatning til frekari skilnings og er enda meðal meginmarkmiða með málfræðikennslu samkvæmt gildandi aðalnámskrá grunnskóla.

Vonast er eftir líflegum umræðum þar sem þátttakendur skiptast á hugmyndum og skoðunum til að styrkja það mikilvæga starf sem fram fer í málfræðitímum í skólum landsins á öllum skólastigum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum