Hoppa yfir valmynd

17 Umhverfismál

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Matvælaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og matvælaráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi- heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023–2024Heildargjöld málefnasviðs 17 Umhverfismál árið 2024 eru áætluð 30.826,6 m.kr. og lækka um 152 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 0,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 934,4 m.kr. milli ára eða sem svarar til 3,1%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi – hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla

Starfsemi málaflokksins er að mestu leyti í höndum Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, auk þess sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar fellur undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða

Úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum í samræmi við landsáætlun um innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Áframhaldandi styrking náttúruverndarsvæða og efling landvörslu til að bæta þjónustu á þeim.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Reglubundið mat á ástandi skilgreindra áfangastaða innan náttúruverndarsvæða.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Að auka árlegt umfang uppgræðslu og endurheimtar vistkerfa og nýskógræktar

Stöðvun landeyðingar, uppgræðsla, endurheimt vistkerfa og skógrækt, og efling losunarbókhalds.*

Land og skógur

Innan ramma

Skógrækt á lögbýlum.*

Land og skógur

Innan ramma

Rannsóknir, þróun og efling losunarbókhalds vegna landnotkunar.*

Land og skógur

Innan ramma

     

* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 17.5 um að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 6.794,7 m.kr. og hækkar um 49,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 336,2 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Hækkun á sértekjuáætlun er 215,3 m.kr. Um er að ræða tekjuaukningu hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 57,3 m.kr.

17.2 Rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands

Starfsemi málaflokksins er í höndum Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrurannsókna-stöðvarinnar við Mývatn og Veðurstofu Íslands. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að efla vöktunarkerfi vegna náttúruvár

 

Bætt vöktun náttúruvár með áreiðanlegri og lengri og viðvörunartíma og bættu rekstraröryggi vöktunarkerfa.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Styrking reksturs og fjölgun mælabúnaðar fyrir veður-, vatna- og jarðskjálftakerfi auk mats á náttúruvá.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Endurnýjun og uppbygging veðursjárkerfis.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Greining og uppbygging upplýsingatækni innviða.*

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Markmið 2: Að efla rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga

 

Rannsóknir, vöktun og miðlun á loftslagsbreytingum og þeim afleiðingum sem þær kunna að valda.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á súrnun sjávar.

Hafrannsóknastofnun

Innan ramma

Vöktun náttúruverndarsvæða undir álagi ferðamanna.**

Náttúrufræðistofnun Íslands

Innan ramma

     

* Með auknum áskorunum í vöktun náttúru Íslands skapast nýjar áskoranir og ógnir við upplýsingakerfi sem bregðast þarf við. Áætlað er að hefja ítarlega greiningu á uppbyggingu upplýsingatækni innviða á Veðurstofu Íslands en verkefnið er í takt við markmið í stjórnarsáttmála um mikilvægi stafrænna innviða við stefnumótun og ákvarðanatöku.

**Verkefnið vöktun náttúruverndarsvæða styður jafnframt við markmið 1. í málaflokki 17.1 um að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 4.856,9 m.kr. og hækkar um 225,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 571,5 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 225 m.kr. en um er að ræða tímabundið fjárfestingarframlag til Veðurstofu Íslands til úrbóta á innviðum í kjölfar óveðurs í desember 2019.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 48 m.kr. vegna tímabundins framlags til reksturs Samtaka náttúrustofa.
  3. Sértekjuáætlun málaflokksins hækkar um 180,6 m.kr. um er að ræða hækkun hjá Veðurstofu Íslands.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 131,9 m.kr.

17.3 Meðhöndlun úrgangs

Starfsemi málaflokksins er m.a. í höndum Endurvinnslunnar hf. og Úrvinnslusjóðs. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að auka endurvinnslu heimilisúrgangs

 

Innleiðing sérstakrar söfnunar á heimilisúrgangi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, sveitarfélög, Úrvinnslusjóður o.fl.

Innan ramma

Fjárhagslegur stuðningur við verkefni sem efla hringrásarhagkerfi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Framkvæmd aðgerða á grundvelli stefnunnar „Í átt að hringrásarhagkerfi, stefna í úrgangsmálum 2021–2032“.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti o.fl.

Innan ramma

Framkvæmd úrgangsforvarnastefnunnar Saman gegn sóun 2016–2027.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Umhverfisstofnun

Innan ramma

Framkvæmd aðgerða á grundvelli aðgerðaáætlunar í plastmálefnum frá árinu 2020.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti o.fl.

Innan ramma

Framkvæmd aðgerða gegn matarsóun á grundvelli aðgerðaáætlunar gegn matarsóun frá árinu 2021.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun o.fl.

Innan ramma

Að stuðla að þekkingu og jákvæðu viðhorfi til endurvinnslu óháð kyni á grunni endurtekinna kannana um áhrif innleiðingu nýs endurvinnslukerfis þar sem lífrænum úrgangi er safnað.

Umhverfisstofnun

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 9.351,2 m.kr. og hækkar um 105 m.kr.frá gildandi fjárlögum frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 3,9 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins vegna Endurvinnslunnar hækkar um 35 m.kr. Byggt er á áætlun um aukningu á skila- og umsýslugjaldi frá fyrra ári.
  2. Fjárheimild málaflokksins vegna Úrvinnslusjóðs er aukin um 60 m.kr. vegna áætlunar um aukningu á innheimtu á úrvinnslugjaldi frá fyrra ári.
  3. Tekjuáætlun málaflokksins hækkar um 10 m.kr.

17.4 Varnir gegn náttúruvá

Einn ríkisaðili, Ofanflóðasjóður, tilheyrir málaflokknum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að tryggja fullnægjandi öryggi fyrir íbúa landsins gegn ofanflóðum

Framkvæmdir á Patreksfirði, Flateyri, Siglufirði og Seyðisfirði.

Ofanflóðasjóður

100 m.kr.

Neskaupsstaður. Flýting framkvæmda í kjölfar snjóflóða er féllu í mars 2023.

Ofanflóðasjóður

600 m.kr.

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.545,7 m.kr. og hækkar um 700 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 25,5 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 100 m.kr. Um er að ræða árlega 100 m.kr. hækkun fjárheimildar tímabilið 2023–2027 til að mæta uppfærslu á framkvæmdarkostnaði.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 600 m.kr. þar sem framkvæmdum við ofanflóðavarnir á Neskaupstað verður flýtt. Um er að ræða tilfærslu fjármagns sem átti að falla til á árinu 2030 er samþykkt var í fjármálaáætlun 2024–2028.

17.50 Stjórnsýsla umhverfismála

Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu umhverfis-, orku og loftslags-ráðuneytis, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfisstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Loftslagsmál eru snar þáttur í stjórnsýslu umhverfismála. Undir þennan málaflokk falla fjárheimildir til loftslagsaðgerða, loftmengunarmála og til loftslagssjóðs. Umfangsmestu verkefni á sviði loftslagsmála eru stefnumótun og eftirfylgni fyrir kolefnishlutlaust Ísland, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að samdrætti í losun og aðgerðaáætlun vegna aðlögunar íslensks samfélags að áhrifum loftslagsbreytinga. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og markmið um kolefnishlutleysi Íslands

Stefnumótun um kolefnishlutlaust Ísland og verkstjórn og framkvæmd Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

740 m.kr.

Styrking stjórnsýslu loftslagsmála, upplýsingagjöf og samþætting þvert á málefnasvið.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Samtal við ESB um hert markmið í loftslagsmálum og innleiðing regluverks því tengdu.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Úrbætur á losunarbókhaldi fyrir landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (LULUCF) í samræmi við reglur ESB og Loftslagssamnings SÞ.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti,
Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Skógræktin.

Innan ramma

Rannsóknir á kolefnisforða, losun og bindingu í jarðvegi og gróðri.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Útfæra reglur fyrir starfsemi fyrirtækja varðandi kolefnisföngun og varanlega geymslu kolefnis.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Samstarf við bændur um loftslagsvænni landbúnað.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Að efla viðnámsþrótt íslensks samfélags og lífríkis gagnvart loftslagsvá

Unnin verði áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Að efla náttúruvernd, m.a. með friðlýsingu náttúruverndarsvæða

Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði.

Umhverfisstofnun

Innan ramma

Fræðslu- og kynningarverkefni innan þjóðgarða og annarra verndarsvæða.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Kortlagning óbyggðra víðerna.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Stefnumótun um innviðauppbyggingu á friðlýstum svæðum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Undirbúningur að stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands.

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Endurskoðun stefnu um verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 4: Að bæta viðmót, gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslu, m.a. með aukinni stafrænni stjórnsýslu

Innleiðing stafrænna þjónustuleiða og aðgengi að opnum gögnum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Landmælingar Íslands

Innan ramma

Endurskoðun laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 5: Að efla hreinsun fráveitu

Átak í fráveitumálum sveitarfélaga.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 6.278,1 m.kr. og lækkar um 1.232,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 375 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 50 m.kr. til styrktar loftlagsgögnum (tölfræði er varða spár og framreikninga í losunarbókhaldi) og ESB hagsmunagæslu, Fit for 55 vegna ESB breytinga.Verkefnin eru hjá Umhverfisstofnun.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 138 m.kr. sem er aukið útgjaldasvigrúm.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 800 m.kr. þar sem tímabundið fjármagn til að standa skil á skuldbindingum skv. Kýótó-bókun fellur niður.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 200 m.kr. þar sem tímabundið framlag til að styrkja fráveitumál sveitarfélaga fellur niður.
  5. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. þar sem tímabundið framlag til innviðauppbyggingar, nýsköpunar og annarra aðgerða í úrgangsmálum, upphaflega 400 m.kr. lækkar.
  6. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 27,5 m.kr. þar sem tímabundið framlag umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til hreinsun Heiðarfjalls, fellur niður.
  7. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 345,5 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum