Hoppa yfir valmynd

05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

járhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024

Heildargjöld málefnasviðs 05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla árið 2024 eru áætluð 29.895,9 m.kr. og aukast um 733,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 2,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.639,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 9,7%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Úgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

05.10 Skattar og innheimta

Skattframkvæmd er á hendi Skattsins og yfirskattanefndar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Bæta skattskil með skilvirkara og einfaldara skattkerfi

Skattrannsóknir og skatteftirlit eflt með það að markmiði að sporna við skattundanskotum og uppræta peningaþvætti, m.a. með áherslu á þróun áhættumiðaðs eftirlits samhliða eflingu stafræns umhverfis.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skatturinn

46 m.kr.

Stýrihópur verður settur á fót sem mun vinna að heildarendurskoðun á lögum um virðisaukaskatt. Í fyrstu verður lögð til breyting á uppgjörstímabilum VSK þannig að miðað verður við einn mánuð í stað tveggja með hliðsjón af tillögum stýrihópsins.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skatturinn

Innan ramma

Verkefnahópur hefur verið settur á fót sem hefur það hlutverk að þróa samræmda aðferðafræði við mat á skattagapi í virðisaukaskatti.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Hagstofa Íslands

Innan ramma

Markmið 2: Efla þjónustu og upplýsingagjöf við einstaklinga og fyrirtæki

Aukin áhersla á áframhaldandi þróun stafrænna þjónustulausna með rafrænum skilum og aukinni sjálfvirkni í innheimtu og sjálfsafgreiðslu sem felst m.a. í innleiðingu Stafræns pósthólfs og áframhaldandi þróun snjallmennis.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fjársýsla ríkisins

Innan ramma

Aukið samstarf og stöðlun stafrænna gagna í þágu viðskiptakerfa með það að markmiði að fækka hindrunum innan Norðurlandanna í samræmi við Nordic Smart Government sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla og sækja viðskipta- og bókhaldsgögn á sjálfvirkan og öruggan hátt í því sem næst rauntíma.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og Skatturinn

Innan ramma

Markmið 3: Skattkerfið styðji við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og nýsköpun

Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða. Í fyrri áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubifreiða á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti, innviðaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Jákvæðum fjárfestingahvötum og skilvirkum ívilnunum verður beitt samhliða gjaldtöku á losun gróðurhúsalofttegunda.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 9.987,5 m.kr. og lækkar um 326,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 733,7 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 46 m.kr. til að styðja við bætta innheimtu og eftirlit, sbr. markmið 1.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 12 m.kr. vegna tímabundinna verkefna um skráningu raunverulegra eigenda sem falla niður.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 360,3 m.kr.

05.20 Eignaumsýsla ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með yfirumsjón og fyrirsvar eigna í eigu ríkisins, þ.m.t. í félögum, fasteignum, jörðum og auðlindum, auk þess að vera ábyrgðaraðili opinberra framkvæmda. Starfsemi sem hér fellur undir er að hluta falin Bankasýslu ríkisins og Framkvæmdasýslu – Ríkiseignum (FSRE). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Bætt yfirsýn, aukið gagnsæi og samfélagslega arðbær og ábyrgur rekstur eigna í eigu ríkisins

Innleiðing á nýju fyrirkomulagi varðandi umsýslu og stýringu eignarhalds ríkisins í félögum.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Endurskoðun og mat á félagasafni ríkisins verði sett af stað með tilliti til tilgangs og ábata eignarhalds.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Reglur um val og hæfniskröfur stjórna verði gefnar út og innleiddar.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Markvissari stýring á fjárfestingum ríkisins

Semja frumvarp um fjárfestingar ríkisins sem felur í sér heildarendurskoðun á skipan opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta umgjörð og samræma málsmeðferð fjárfestinga á vegum ríkisins.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Vinna aðferðafræði um þróun fasteignareita í eigu ríkisins með það að markmiði að ná fram markvissari nýtingu á efnahagsreikningi ríkisins.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Halda áfram undirbúningi á flutningi fasteigna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri í miðlæga fasteignaumsýslu.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti í samráði við heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Aukin sjálfbærni og hagkvæm nýting lands, náttúru og auðlinda í umráðum ríkisins

Auglýsa sérleyfi á jörðum ríkisins í nýju regluverki um nýtingu á landi ríkisins í atvinnuskyni.

FSRE

Innan ramma

Móta ramma um ráðstöfun og verðlagningu auðlinda í eigu ríkisins með tilliti til nýtingar orkuauðlinda með hagkvæmum og sjálfbærum hætti.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti og FSRE

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.244,6 m.kr. og lækkar um 29,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 138,3 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helsta breyting á fjárheimildum málaflokksins er eftirtaldin:

  1. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 29,9 m.kr.

05.30 Fjármálaumsýsla, rekstur og mannauðsmál ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisrekstrar og vinnur að gegnsæjum rekstri ríkisins og einföldu skipulagi sem tryggir góða þjónustu. Hlutverk ráðuneytisins í umbótum í ríkisrekstri er víðtækt og nær m.a. til stafvæðingar hins opinbera, hagræðingar í ríkisrekstri og árangursstjórnunar. Undir málaflokkinn falla þær stofnanir sem annast rekstrarlega innviði ríkiskerfisins og veita miðlæga grunnþjónustu til ríkisstofnana í mannauðsmálum, fjármálum og innkaupum, þ.e. Fjársýsla ríkisins, Ríkiskaup og Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins. Jafnframt falla ákveðin verkefni fjármála- og efnahags­ráðuneytis undir þennan málaflokk, s.s. verkefni Stafræns Íslands, kjara- og mannauðssýslu ríkisins og verkefni um nýsköpun hjá hinu opinbera. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Betri og skilvirkari þjónusta ríkisstofnana

Þjónustuviðmið gefin út á grunni stefnu um opinbera þjónustu.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Viðmið sett um notkun gervigreindar og spunagreindar hjá ríkinu.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Kostnaðargreining og forgangsröðun þjónustuferla.

Stafrænt Ísland

Innan ramma

Markmið 2: Efla ríkið sem góðan vinnustað og styrkja hæfni þess til að veita góða opinbera þjónustu

Kortleggja og greina fyrirkomulag launa­setningar til að auka gegnsæi og réttmæti launaákvarðana.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Mótun og innleiðing fræðslustefnu, m.a. til að auka stafræna hæfni.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Lykilárangursmælikvarðar (e. KPIs) um skilvirkni, viðskiptavini, rekstur og mannauð stuðla að upplýstari ákvarðanatöku, auknu gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstrinum.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Öflugri og vistvænni rekstur ríkisstofnana

Koma á samningi um Deiglu – samrekstrarhúsnæði stofnana.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Leiðbeiningar um sameiningu stofnana uppfærðar.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Útgáfa nýrrar aðgerðaáætlunar sjálfbærra innkaupa.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Efling miðlægs stuðnings við stofnanir við að ná árangri og auka skilvirkni.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 6.296,1 m.kr. og hækkar um 204,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 455,7 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 40 m.kr. af útgjaldasvigrúmi málefnasviðsins til að koma til móts við aukinn miðlægan kostnað við rekstur fjárhagskerfis ríkisins.
  2. Fjárheimild málaflokksins er hækkuð um 282,8 m.kr. vegna breytinga á áætluðum rekstrartekjum stofnana til samræmis við áætlanir. Breytingarnar hafa ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem þær hafa samsvarandi áhrif á tekjuhlið. Munar þar mest um hækkun rekstrartekna Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, vegna aukins samreksturs, aukinnar þjónustu við stofnanir í skýjageira ríkisins og innleiðingar á nýrri málaskrá Stjórnarráðsins.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar sem hluti af útfærslu afkomubætandi ráðstafana úr fjármálaáætlun 2024 –2028. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 118 m.kr.

05.40 Stjórnsýsla ríkisfjármála

Undir málaflokkinn fellur aðalskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis, ráðstöfunarfé og ýmis önnur verkefni sem ekki verða auðveldlega felld undir önnur málefnasvið eða málaflokka. Fjármunir sem ráðstafað er í verkefni kjara- og mannauðssýslu ríkisins og verkefnastofu um Stafrænt Ísland falla undir málaflokkinn en gerð er grein fyrir markmiðum og áherslum þessara verkefna í málaflokki 5.3. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Skýrari tengingar milli stefnu, fjármuna og árangurs

Ráðuneyti geri ársfjórðungslega grein fyrir stöðu aðgerða m.t.t. markmiða sem sett hafa verið fram í fjármálaáætlun auk annarra áhersluverkefna sem tengjast stefnu ríkisaðila.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Þróun aðferða og leiðbeininga sem miða að því að jafnréttismat fjárlagatillagna taki til fleiri breyta en kyns.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Bætt upplýsingagjöf um fjármál og rekstur ríkisins

Framsetning ársfjórðungsuppgjöra og ríkisreiknings verði gerð notendavænni og samræmist áherslum Alþingis og stjórnvalda.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti og Fjársýsla ríkisins

Innan ramma

Bætt áætlanagerð og framsetning á opinberri fjárfestingu.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Birting fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps á gagnvirku vefsvæði.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Bætt áætlanagerð og eftirfylgni með fjármunum ríkisins

Undirstöður ákvarðanatöku í opinberum fjármálum styrktar með kerfisbundinni greiningu á breytingum sem hafa orðið á hagrænni módel- og spágerð í saman­burðarríkjum.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Áætlanagerð ríkisaðila til eins og þriggja ára styrkt með tengingu við AKRA-áætlunarkerfi.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti og Fjársýsla ríkisins

Innan ramma

Áhrif á sjálfbærni og loftslag greind og höfð til grundvallar við ákvarðanatöku um breytingar á útgjöldum og tekjum.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 10.367,7 m.kr. og hækkar um 885,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 578,2 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar tímabundið um 1 ma.kr. vegna aukinna framlaga til endurnýjunar á upplýsingakerfum ríkisins til samræmis við markmið og áherslur í málaflokki 5.3. Um er að ræða fjármuni sem dreifast munu á önnur málefnasvið.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 165 m.kr. vegna verkefnastofu um samgöngu­gjöld sem er liður í verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um nýtt fyrirkomulag fyrir almenna skattlagningu á samgöngur og framtíðartekjuöflunarkefi vegna umferðar og orkuskipta. Tengist markmiði 3 í málaflokki 5.1.
  3. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 30 m.kr. vegna aukinnar notkunar á sameigin­legum stafrænum innviðum vegna rafrænnar innskráningar.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. Um er að ræða 10% lækkun á 1 ma.kr. framlagi sem veitt var tímabundið í fjárlögum ársins 2021 til að greiða fyrir frekari stafvæðingu opinberrar þjónustu. Framlagið var gert varanlegt í gildandi fjármálaáætlun en lækkar um 100 m.kr. sem hluti af útfærslu á afkomubætandi ráðstöfunum.
  5. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 30 m.kr. af útgjaldasvigrúmi málefnasviðsins til að greiða fyrir innleiðingu á EES-gerðum á sviði fjármálamarkaða og vegna hækkunar á húsnæðiskostnaði vegna innleiðingar á markaðsleigu.
  6. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 339,9 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum