Hoppa yfir valmynd
8. maí 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðlagður kennslutími í grunnskólum Evrópu 2014/15

Greining á ráðlögðum kennslutíma bendir til að Evrópuríkin hafi svipaðar áherslur hvað varðar grunnfærni í skyldunámi.

Eurydice hefur birt nýja skýrslu um ráðlagðan kennslutíma í Evrópu. þar kemur m.a. fram að á grunnskólastigi er aðal áherslan á lestur, skrift og bókmenntir (um það bil 25 prósent af kennslutímanum). Stærðfræði kemur þar á eftir en um það bil 15 prósent kennslutíma er eytt í stærðfræðikennslu. Í skýrslunni má finna upplýsingar um kennslutíma og eru þær settar fram á skýringarmyndum eftir löndum, bekkjum og fögum. Skýrslan nær til 28 aðildarríkja Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein, Svartfjallalands, Noregs, Serbíu og Tyrklands. Upplýsingaöflunin var samstarfsverkefni Eurydice og OECD (NESLi Net) og miðast við skólaárið 2014/2015.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum