Hoppa yfir valmynd
12. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samantekt Eurydice: Brotthvarf frá námi 

Brotthvarf er enn vandamál í nokkrum Evrópuríkjum

Í samantekt Eurydice á brotthvarfi frá hefðbundnu námi og starfsmenntun (Early Leaving from Education and Training) kemur fram að aðildarríkin nálgast það markmið ESB að árið 2020 verði brotthvarf nema á aldrinum 18 – 24 ára lægra en 10 prósent. Samt sem áður er brotthvarf enn vandamál í nokkrum Evrópuríkjum. Jafnvel þótt öll aðildarríkin hafi hrundið af stað sérstökum aðgerðum til að stemma stigu við brotthvarfi þá eru fá þeirra sem hafa mótað ákveðna stefnu, forvarnir eða skimum fyrir áhættuþáttum sem og kerfi til umbunar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hvernig menntun, starfsráðgjöf og samstarf mismunandi starfsgreina gegna mikilvægu hlutverki í þessu samhengi.  Skýrslan nær til allra 28 aðildarríkjanna auk Íslands, Sviss, Noregs og Tyrklands og upplýsingarnar miða við skólaárið 2013/14.

Samantekt Eurydice: Early Leaving from Education and Training

Skýrslan sem samantekin var byggð á

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum