Hoppa yfir valmynd
26. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 6 millj. kr. til viðbótar til táknmálstúlkunar í daglegu lífi

Eftirspurn eftir táknmálsþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. 
Taknmal

Á undanförnum tveimur árum hafa framlög verið aukin til sjóðs sem kostar táknmálsþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi enda hefur eftirspurn eftir þjónustu af því tagi aukist jafnt og þétt undanfarin ár.  Í ljósi upplýsinga um fjárþörf sjóðsins til loka yfirstandandi árs ákvað ríkisstjórnin að veita til hans 6 millj.kr. til viðbótar.

Umsóknum í sjóðinn hefur fjölgað á undanförnum árum. Árið 2010 voru 2108 klst. túlkaðar en 2555 klst. árið 2014. Á sama fimm ára tímabili fjölgaði notendum endurgjaldslausra túlkaþjónustu úr 161 í 193. Árið 2013 var framlag til sjóðsins 18,6 millj.kr., 24,6 millj.kr árið 2014 og heildarfjárhæð á yfirstandandi verður 30,6 millj.kr.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum