Menningarmál

Myndhöfundasjóður Íslands


Sjóðurinn starfar samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 með síðari breytingum og reglugerð nr. 486/2001 en hann er í umsjá Myndstefs.

Við sölu myndverka og listmuna á listmunauppboðum og við endursölu þeirra í atvinnuskyni ber að greiða 10% fylgiréttargjald af andvirði hins selda er falli í hlut höfundar viðkomandi listaverks eða erfingja hans að honum látnum. Réttindi þessi eru ekki framseljanleg.
Myndhöfundasjóður Íslands annast innheimtu fylgiréttargjalds og skil þess til höfundar eða erfingja hans eftir þeim reglum sem nánar er kveðið á um í reglugerð.