Menningarmál

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Úr sjóðnum eru veittir styrkir til reksturs og skilgreindra verkefna viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis og önnur verkefni. Sjóðnum er heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf, m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær. Safnasjóði er heimilt að verja allt að 40% af ráðstöfunarfé sínu í styrki til að efla rekstur viðurkenndra safna.

Ráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs

  • Umsóknareyðublöð og upplýsingar um úthlutanir er að finna á vef Safnaráðs.