Menningarmál

Æskulýðssjóður

Frá og með haustinu 2013 er umsýsla sjóðsins hjá Rannís, Rannsóknarmiðstöð Íslands.

Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2013 verður lögð árhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum sem lúta að fjölgun félagsmanna og eflingu innra starfs þeirra, mannréttindafræðslu, verkefnum sem ætlað er að vinna gegn einelti eða einsemd og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.


Æskulýðssjóður Æskulýðssjóður starfar samkvæmt æskulýðslögum nr.70/2007 og reglum um Æskulýðssjóð nr. 60/2008.

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:

  1. Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
  2. Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
  3. Nýjungar og þróunarverkefni.
  4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði, né ferðir hópa.

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr Æskulýðssjóði að fengnum tillögum stjórnar Æskulýðssjóðs.


Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. apríl, 1. september og 1. nóvember og er umsókarfrestur auglýstur hverju sinni.


Í umsókn til Æskulýðssjóðs skulu koma fram upplýsingar um:

  • nafn æskulýðsfélags eða æskulýðssamtaka
  • nafn og heimilisfang umsækjanda
  • heiti, lýsing og markmið verkefnis, ásamt kostnaðar- og tímaáætlun
  • áætlaðan fjölda þátttakenda
  • samstarfsaðila eftir því sem við á
  • kennitölu og númer bankareiknings þess er styrkurinn á að leggjast inn á ef viðkomandi hefur fengið úthlutað styrk.


Úthlutanir: