Menningarmál

Grænlandssjóður

Ekki verður úthlutað úr sjóðnum árið 2014

Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 102/1980. Hlutverk Grænlandssjóðs er að stuðla að nánari samskiptum Íslendinga og Grænlendinga og veitir sjóðurinn styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála. Höfuðstóll sjóðsins, sem ríkissjóður lagði til á árunum 1981 og 1982, er í vörslu Seðlabanka Íslands og er árlegri ávöxtun hans varið til styrkveitinga.

Alþingi kýs sjóðnum fimm manna stjórn til þriggja ára í senn ásamt varamönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar formann sjóðsins en ráðuneytið hefur umsjón með sjóðnum og veitir nánari upplýsingar.

Ekki hefur verið unnt að veita styrki úr sjóðnum undanfarin ár vegna lágra vaxtatekna.

Núverandi stjórn Grænlandssjóðs,

skipuð af Alþingi frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2016:

  • Elín Hirst, formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Þuríður Bernódusdóttir
  • Kristinn Schram
  • Soffía Vagnsdóttir

Varamenn:

  • Birgir Ármannsson
  • Guðrún Sighvatsdóttir
  • Ragnhildur Jónasdóttir
  • Guðrún Arndís Tryggvadóttir
  • Halldór Ó. Zoëga.