Menningarmál

Greiðslur fyrir afnot á bókasöfnum

Af árlegu framlagi úr ríkissjóði er úthlutað samkvæmt lögum nr. 91/2007 til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa sem eiga bækur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni, almenningsbókasöfnum, skólabókasöfnum, og bókasöfnum stofnana sem kostuð eru af ríkissjóði eða sveitarfélögum. Lög um bókmenntasjóð og fleira tóku gildi 17.3.2007 og þá féllu úr gildi lögin um Bókasafnssjóð höfunda frá 1. janúar 1998.
Sérstök úthlutunarnefnd annast úthlutun. Nefndin er skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra til þriggja ára.  Rithöfundasamband Íslands, Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna og Myndstef tilnefna einn fulltrúa hver og tveir eru skipaðir án tilnefningar og skal annar vera formaður.

  • Frekari upplýsingar er að finna á rsi.is